Umsóknarfrestur er runninn út
Á Íslandi eru sjö háskólar og opið fyrir umsóknir í þá alla til 5. júní.
Með háskólagráðu opnar þú ótal nýjar dyr – án þess að loka neinum á eftir þér. Heimurinn þinn verður stærri.
Allar þessar ólíku námsleiðir geta verið yfirþyrmandi. Gott fyrsta skref er að afmarka hvar áhugi þinn og styrkleikar liggja.
Flestir háskólar á Íslandi bjóða upp á áhugasviðskannanir, sem gefa góða mynd af því námi sem mun henta þér.
Ekki staðna af því að það eru of margir valkostir í boði. Eltu áhugann þinn – þá eru mestar líkur á að þú náir langt.
Það er vöntun á háskólamenntuðu fólki á atvinnumarkaði.
En það sem skiptir máli er að þú finnir menntun þar sem þínir hæfileikar fá að njóta sín. Þannig nýtur þú þín best.
Til þess eru náms- og starfsráðgjafar háskólanna. Ekki hika við að bóka tíma. Nánari upplýsingar finnur þú á heimasíðum háskólanna.
Sumt fólk skráir sig í nám fyrir ákveðið starf – sumt út af einskærum áhuga á faginu. Flest eru einhvers staðar þarna á milli.
Þegar þú útskrifast er menntunin orðin gífurlega sterkt tól í verkfæratöskunni þinni. Þú ræður hvað þú gerir við hana.
Þú þekkir þína styrkleika best. Hvernig viltu nýta þá?
Umsóknarfrestur er runninn út